Ólöglegt niðurhal á undanhaldi?

Netflix þjónustan nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.
Netflix þjónustan nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.

Um­ferð um am­er­ísk­ar tor­rent-síður hef­ur dalað að und­an­förnu, sam­kvæmt nýrri rann­sókn sem gef­ur til kynna að sjó­ræn­ingja­menn­ing­in á net­inu sé að víkja fyr­ir vax­andi vin­sæld­um streymisíðna eins og Net­flix og YouTu­be. Á sama tíma fer ólög­legt niður­hal hins­veg­ar vax­andi í Evr­ópu.

Rann­sókn­in er fram­kvæmd af kanadíska fyr­ir­tæk­inu Sand­vine sem mæl­ir breiðbands­notk­un. Niður­stöðurn­ar sýna að um 7% net­notk­un­ar í Norður-Am­er­íkuk fer nú fram í gegn­um BitT­or­rent skráa­skiptisíður. Það er 20% sam­drátt­ur á síðustu 6 mánuðum.

Eng­in síða slær Net­flix við hvað varðar streymi á efni en tals­verður mun­ur er milli álfa í notk­un þess, enda eru inn­an við tvö ár eru síðan Net­flix hóf inn­reið sína í Evr­ópu­lönd­um. Í Banda­ríkj­un­um fer alls 31,6% efn­is sem er streymt um netið í gegn­um Net­flix, en 20% í Bretlandi. Þess ber þó að geta að það tók Net­flix 4 ár að ná 20% hlut­deild í Norður-Am­er­íku.

Sam­an­lagt hafa Net­flix og Youtu­be um 50% hlut­deild af öllu ví­djó­efni sem streym­ir til norður-am­er­ískra net­not­enda.

„Ef þessi þróun held­ur áfram þá er lík­leg­asta skýr­ing­in sú að fólk í Banda­ríkj­un­um hef­ur nú úr fleiri lög­leg­um leiðum að velja. Í Evr­ópu og öðrum heims­hlut­um er enn erfitt að horfa á ný­leg­ar kvik­mynd­ir og sjón­varps­efni þegar neyt­and­inn vill og þess vegna halda ólög­leg BitT­or­rent skrá­skipti áfram að vaxa þar,“ hef­ur BBC eft­ir Er­nesto Van Der Dar, stofn­anda vefs­ins Tor­rent­Freak.

Mark Mulli­g­an, óháður sér­fræðing­ur, tek­ur í sama streng í viðtali við BBC. „Við erum loks­ins kom­in á þann stað að hafa nægi­lega fram­boð af sann­fær­andi þjón­ustusíðum á net­inu til að grafa und­an neyslu sjó­ræn­ingja­efn­is,“ seg­ir Mulli­g­an en bæt­ir við að harðkjarna not­end­ur ólög­legs niður­hals muni þó án efa halda sig við þá iðju.

The Pirate Bay er ein stærsta skráaskiptisíða á netinu sem …
The Pira­te Bay er ein stærsta skráa­skiptisíða á net­inu sem not­ar BitT­or­rent jafn­ingja­vinnslu.
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert