Ólöglegt niðurhal á undanhaldi?

Netflix þjónustan nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.
Netflix þjónustan nýtur mikilla vinsælda í Bandaríkjunum.

Umferð um amerískar torrent-síður hefur dalað að undanförnu, samkvæmt nýrri rannsókn sem gefur til kynna að sjóræningjamenningin á netinu sé að víkja fyrir vaxandi vinsældum streymisíðna eins og Netflix og YouTube. Á sama tíma fer ólöglegt niðurhal hinsvegar vaxandi í Evrópu.

Rannsóknin er framkvæmd af kanadíska fyrirtækinu Sandvine sem mælir breiðbandsnotkun. Niðurstöðurnar sýna að um 7% netnotkunar í Norður-Ameríkuk fer nú fram í gegnum BitTorrent skráaskiptisíður. Það er 20% samdráttur á síðustu 6 mánuðum.

Engin síða slær Netflix við hvað varðar streymi á efni en talsverður munur er milli álfa í notkun þess, enda eru innan við tvö ár eru síðan Netflix hóf innreið sína í Evrópulöndum. Í Bandaríkjunum fer alls 31,6% efnis sem er streymt um netið í gegnum Netflix, en 20% í Bretlandi. Þess ber þó að geta að það tók Netflix 4 ár að ná 20% hlutdeild í Norður-Ameríku.

Samanlagt hafa Netflix og Youtube um 50% hlutdeild af öllu vídjóefni sem streymir til norður-amerískra netnotenda.

„Ef þessi þróun heldur áfram þá er líklegasta skýringin sú að fólk í Bandaríkjunum hefur nú úr fleiri löglegum leiðum að velja. Í Evrópu og öðrum heimshlutum er enn erfitt að horfa á nýlegar kvikmyndir og sjónvarpsefni þegar neytandinn vill og þess vegna halda ólögleg BitTorrent skráskipti áfram að vaxa þar,“ hefur BBC eftir Ernesto Van Der Dar, stofnanda vefsins TorrentFreak.

Mark Mulligan, óháður sérfræðingur, tekur í sama streng í viðtali við BBC. „Við erum loksins komin á þann stað að hafa nægilega framboð af sannfærandi þjónustusíðum á netinu til að grafa undan neyslu sjóræningjaefnis,“ segir Mulligan en bætir við að harðkjarna notendur ólöglegs niðurhals muni þó án efa halda sig við þá iðju.

The Pirate Bay er ein stærsta skráaskiptisíða á netinu sem …
The Pirate Bay er ein stærsta skráaskiptisíða á netinu sem notar BitTorrent jafningjavinnslu.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert