Genið sem ákveður háralitinn

Alþjóðleg­ur hóp­ur vís­inda­manna und­ir for­ystu Ei­ríks Stein­gríms­son­ar, pró­fess­ors við Líf­vís­inda­set­ur og Lækna­deild Há­skóla Íslands, fékk í gær birta grein í vís­inda­tíma­rit­inu Cell um erfðaþætti sem ákv­arða hára- og augn­lit í mönn­um.

Þetta er í fyrsta sinn sem vís­inda­hóp­ur við Há­skóla Íslands hef­ur for­ystu um vís­inda­grein sem birt­ist í Cell, seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Há­skóla Íslands.

„Í grein­inni er sagt frá rann­sókn sem staðið hef­ur frá ár­inu 2007 en það ár fundu vís­inda­menn Íslenskr­ar erfðagrein­ing­ar (ÍE) breyti­leika í geni sem nefn­ist In­ter­feron Reg­ulatory Factor 4 (IRF4) og hef­ur áhrif á hára- og augn­lit og veld­ur frekn­um. Á svipuðum tíma sýndi rann­sókna­hóp­ur Ei­ríks að gen þetta er und­ir áhrif­um stjórn­pró­tíns­ins MITF í lit­frum­um, en MITF er lyk­il­pró­tín í þrosk­un lit­fruma. Ekki var þó ljóst hvaða hlut­verki IRF4-genið gegndi í þess­um frum­um eða hvernig það hefði áhrif á litar­hátt manna.

Í sam­starfi við ÍE og nokkra af fremstu vís­inda­hóp­um heims á sviði lit­frumu­rann­sókna hef­ur rann­sókna­stofa Ei­ríks nú sýnt að breyt­ing­in í IRF4-geninu veld­ur því að það er fram­leitt í minna magni en venju­lega í lit­frum­um en það leiðir til þess að minna er fram­leitt af ensím­inu Týrósínasa sem býr til lit­inn í húðinni. Þetta leiðir aft­ur til þess að ein­stak­ling­ar sem bera breyti­leik­ann eru með brúnt hár, blá augu, frekn­ur og húð þeirra er næm fyr­ir sól­ar­ljósi. Þetta út­lit er al­gengt á Írlandi og hef­ur verið nefnt írska svip­gerðin (e. Irish phenotype) en er einnig að finna hér á landi,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert