Heil beinagrind risaeðlu á uppboði

00:00
00:00

Afar fá­gæt beina­grind risaeðlu seld­ist á upp­boði í Bretlandi í dag, fyr­ir 400.000 pund eða sem nem­ur tæp­um 79 millj­ón­um króna. Risaeðlan, sem geng­ur und­ir nafn­inu Misty, er 150 millj­óna ára gam­all stein­gerv­ing­ur. Nýr eig­andi hyggst sýna hana al­menn­ingi.

Misty var af teg­und­inni diplodocus long­us, einni stærstu dýra­teg­und sem nokk­urn tíma hef­ur gengið á Jörðu. Í lif­anda lífi var hún 17 metra löng og 6 metra há. Örfá­ir stein­gerv­ing­ar af þess­ari teg­und hafa fund­ist. Á Nátt­úrugripa­safn­inu í London (Natural History Muse­um) er að finna beina­grind sem sett var sam­an úr lík­ams­leif­um tveggja skepna.

Misty fannst í Wyom­ing í Banda­ríkj­un­um árið 2009. Stein­gerv­inga­fræðing­ur­inn Rai­mund Al­bers­doer­fer hafði lengi stýrt verk­efni um leit að leif­um risaeðla á svæðinu. Það voru hins­veg­ar tveir ung­ir syn­ir hans, Benjam­in og Jacob, sem fundu Misty, eða öllu held­ur risa­stórt bein.

Það tók 9 vik­ur að grafa beina­grind­ina alla úr jörðu. Henni var síðan raðað sam­an á rann­sókn­ar­stofu í Hollandi. 

Talsmaður selj­enda seg­ir að mik­il vinna liggi að baki og því sé ánægju­legt að selja hana í dag. Ekki er upp­gefið hver kaup­and­inn er, en hann mun ætla að sýna hana op­in­ber­lega þegar fram líða stund­ir.

Beinagrind risaeðlunnar Misty, af tegundinni diplodocus longus, seldist á uppboði …
Beina­grind risaeðlunn­ar Misty, af teg­und­inni diplodocus long­us, seld­ist á upp­boði Sum­mers Place Aucti­ons í Suður-Englandi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert