Hakkari birtir persónuupplýsingar

Hakkarinn AgentCoOfficial sagði frá árásinni á vefsíðu Vodafone á Twitter …
Hakkarinn AgentCoOfficial sagði frá árásinni á vefsíðu Vodafone á Twitter í morgun.

Netárás­in sem gerð var á Voda­fo­ne á Íslandi í nótt virðist hafa verið al­var­leg. Hakk­ar­inn seg­ist hafa náð per­sónu­upp­lýs­ing­um um 70.000 not­end­ur og hef­ur nú þegar birt þær á net­inu. Þar á meðal eru not­enda­nöfn og sms skila­boð.

Drífa mig, Það er mér mikið kapps­mál að fá að leiðrétta þetta mál sem fyrst. Því þetta er eins og þú seg­ir niður­lægj­andi fyr­ir mig og þig og ég get ekki setið und­ir því. Sama hvað verður um okk­ar sam­band. Endi­lega finndu tíma til að hitt­ast."

Þannig hljóðar eitt af þúsund­um sms skila­boða, alls um 25-30 mb, sem hakk­ari sem kall­ar sig Ag­ent CoOfficial, eða Maxn3y, birti á net­inu í nótt. Skila­boðin eru mörg hver afar per­sónu­leg.

Í a.m.k. ein­hverj­um til­fell­um eru skila­boðin rekj­an­leg þar sem síma­núm­er viðtak­and­ans er birt með. Svo virðist sem um sé að ræða texta­skila­boð sem send voru í gegn­um heimasíðu Voda­fo­ne á ár­inu 2011.

„voda­fo­ne.is er hökkuð 77 þúsund not­enda­nöfn og 22 b sms...hökkuð!“ seg­ir í tísti frá hakk­ar­an­um á Twitter fyr­ir 8 klukku­stund­um, þar sem hann birt­ir gögn­in sem hann komst yfir.

Auk sms skila­boða virðast þar not­enda­nöfn, ip-töl­ur, tölvu­póst­föng, síma­núm­er og full nöfn og kenni­töl­ur, ógild kred­it­korta­núm­er og upp­hæðir færslna á þeim ásamt dag­setn­ing­um.

Lyk­il­orðin sem hann komst yfir virðast flest vera dul­kóðuð, en þó ekki öll. Ban­ka­upp­lýs­ing­ar sem birt­ast eru ekki full­komn­ar.

Hakk­ar­inn birt­ir einnig excel-skjal með 31 nafni og net­fangi hjá for­stjór­um sumra af stærstu stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um lands­ins, sem hann mun hafa sótt úr gagna­grunni Voda­fo­ne.

Síðunni lokað eft­ir árás­ina

Að sögn vefsíðunn­ar Cy­ber War News hef­ur þessi til­tekni tölvuþrjót­ur áður gert árás­ir á og lekið upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tækj­um, þ.á.m. skyndi­bita­keðjum, banda­rísk­um borg­ar­stjórn­um og flug­völl­um.

Voda­fo­ne á Íslandi lokaði fyr­ir aðgang að heimasíðunni í nótt vegna árás­ar­inn­ar, til að tryggja ör­yggi. Í til­kynn­ingu sem Voda­fo­ne sendi frá sér fyr­ir um klukku­stund sagði að ekk­ert benti til þess að trúnaðar­upp­lýs­ing­ar hefðu kom­ist í rang­ar hend­ur, en að unnið sé mark­visst að grein­ingu á öll­um þátt­um árás­ar­inn­ar.

Opnað verður fyr­ir aðgang að síðunni í áföng­um á næstu klukku­stund­um og verður fyrst um sinn lokað fyr­ir aðgang að henni frá út­lönd­um.

Netárás á heimasíðu Voda­vo­ne

Hakkarinn AgentCoOfficial birti þetta skjáskot á Twitter síðu sinni í …
Hakk­ar­inn Ag­entCoOfficial birti þetta skjá­skot á Twitter síðu sinni í morg­un.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert