Lykilorðum og notendanöfnum lekið

AFP

mbl.is hef­ur sann­reynt að lyk­il­orð og not­enda­nöfn viðskipta­vina Voda­fo­ne sem hakk­ari birti á net­inu í nótt eru rétt. Sum lyk­il­orðin eru dul­kóðuð en önn­ur ekki. Þá hef­ur fjöldi mjög per­sónu­legra sms-skila­boða verið birt­ur auk þess sem lesa má sam­skipti milli þing­manna.

Miðað við það sem blaðamenn mbl.is hafa séð í þess­um gögn­um er ástæða til að hvetja viðskipta­vini Voda­fo­ne til að skipta um lyk­il­orð í tölvu­pósti hjá sér. Ef ein­hverj­ir nota sama lyk­il­orðið víðar, s.s. á Face­book eða öðrum sam­skiptamiðlum, væri ráðleg­ast að breyta því líka til að hafa vaðið fyr­ir neðan sig.

Málið litið al­var­leg­um aug­um

„Svo virðist sem hakk­ari sem réðist á vefsíðu Voda­fo­ne í nótt hafi náð í viðkvæm gögn ólíkt því sem talið var í fyrstu,“ seg­ir í til­kynn­ingu sem Voda­fo­ne sendi frá sér nú fyr­ir stundu. Fyr­ir­tækið biðst nú vel­v­irðing­ar á því að í upp­haf­legri til­kynn­ingu í morg­un haf iverið sagt að eng­ar trúnaðar­upp­lýs­ing­ar hafi kom­ist í rang­ar hend­ur.

Annað kom snar­lega í ljós, eins og mbl.is sagði frá stuttu síðar. Voda­fo­ne seg­ir að unnið sé að því með fær­ustu gagna- og veför­ygg­is­sér­fræðing­um lands­ins að meta heild­ar­um­fang máls­ins. 

„Voda­fo­ne lít­ur málið afar al­var­leg­um aug­um og mun veita upp­lýs­ing­ar eft­ir því sem þær liggja fyr­ir,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu.

List­ar með kenni­töl­um, síma­núm­er­um og net­föng­um

Gögn­in sem hakk­ar­inn komst yfir eru mjög viðamik­il en þar eru m.a. not­enda­nöfn og lyk­il­orð að gmail-póst­föng­um sumra viðskipta­vina Voda­fo­ne sem og skjöl þar sem tengd eru sam­an kenni­töl­ur, síma­núm­er og net­föng.

Þá er sem fyrr seg­ir birt­ur fjöldi sms-skila­boða sem unnt er að tengja við ákveðin síma­núm­er. Mörg þeirra eru afar per­sónu­leg og má þar nefna: 

„Henti plast­drasl­inu i her­berg­inu tinu i ruslid! Skil nuna af­hverju tu att ekki pen­inga, skil hins veg­ar ekki hvad tu ert ad pæla?! Ef tu ætl­ar i skola og ad leigja ta tarftu ad hætta tessu, ef tu get­ur tad ekki ta tarftu ad fa adstod!!!“

Þá eru birt sam­skipti milli þing­manna, þar á meðal fund­ar­boð í tengsl­um við mál eins og nýja stjórn­ar­skrá.

„Gert er ráð fyr­ir þing­flokks­fundi síðdeg­is eða í kring­um kvöld­mat ef meiri­hlut­inn tek­ur stjórn­ar­skrár­málið úr nefnd. Reyn­um að boða hann með næg­um fyr­ir­vara. Allt er óljóst með þinglok og verða þing­menn að gera ráð fyr­ir því varðandi sýn plön t.d. í næstu viku. Gert er ráð fyr­ir þing­funi í nótt og verðum við þar að deila tím­an­um með okk­ur,“ seg­ir í skila­boðum sem virðast hafa  verið send á hóp þing­manna stjórn­ar­and­stöðunn­ar í mars á þessu ári.

Önnur sms-skila­boð eru svo hljóðandi: „Sæl aft­ur. Ég geri ráð fyr­ir að nú fari stjórn­arþing­menn að draga okk­ur eitt og eitt afsíðis og bjóða gull og græna skóga í skipt­um fyr­ir ein­stök mál. Það er afar mik­il­vægt að við sýn­um stjórn­arþing­mönn­um enga þreytu eða að við kvíðum sum­arþingi. Þau verða að sjá svart á hvítu að við kvíðum engu.“

Fyrri frétt­ir mbl.is um málið:

Hakk­ari birt­ir per­sónu­upp­lýs­ing­ar

Netárás á heimasíðu Voda­fo­ne

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert