Frostið á Suðurskautslandinu fór niður í 94,7 stig í ágúst árið 2010 og er það mesti kuldi sem mælst hefur á jörðinni. Þetta er niðurstaða greiningar á mælingum frá þessum tíma. Samkvæmt upplýsingum NASA var metið nálægt því að falla í júlí á þessu ári er frostið mældist 92,9 stig.
Fyrra met var 89,2 stiga frost.
„Þetta er veður sambærilegt því og er á Mars á góðum sumardegi,“ segir Ted Scambos, Alþjóðlegu snjó- og ísstofnuninni.