Hvellur og loftsteinaregn í Arizona

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is

Stór loft­steinn sprakk með mikl­um hvelli í Arizona í gær­kvöld. Loft­steinn­inn bjó til sýni­leg­an blossa áður en hann gufaði upp á leiðinni í gegn­um gufu­hvolfið. Hepp­inn bíl­stjóri náði mynd­bandi af loft­stein­in­um og má sjá mynd­bandið hér að neðan. 

Í gær var tölu­vert loft­steinaregn sjá­an­legt í Arizona. Einn loft­steinn­inn sprakk svo með svo mikl­um hvelli að marg­ir íbú­ar rík­is­ins litu út til þess að sjá hvað var á seyði. Mörg hundruð manns höfðu sam­band við frétta­stof­ur til þess að lýsa því sem fyr­ir augu bar og segja frá hvell­in­um. 

Á morg­un ferðast jörðin í gegn­um Gem­inid-loft­steina­beltið og mega íbú­ar Arizona-rík­is því bú­ast við enn fleiri loft­stein­um á stjörnu­himn­in­um. Gem­inid-loft­steina­beltið er stærsta loft­steina­beltið sem verður á vegi jarðar­inn­ar um­hverf­is sól­ina. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka