Hvellur og loftsteinaregn í Arizona

Mynd úr safni
Mynd úr safni mbl.is

Stór loftsteinn sprakk með miklum hvelli í Arizona í gærkvöld. Loftsteinninn bjó til sýnilegan blossa áður en hann gufaði upp á leiðinni í gegnum gufuhvolfið. Heppinn bílstjóri náði myndbandi af loftsteininum og má sjá myndbandið hér að neðan. 

Í gær var töluvert loftsteinaregn sjáanlegt í Arizona. Einn loftsteinninn sprakk svo með svo miklum hvelli að margir íbúar ríkisins litu út til þess að sjá hvað var á seyði. Mörg hundruð manns höfðu samband við fréttastofur til þess að lýsa því sem fyrir augu bar og segja frá hvellinum. 

Á morgun ferðast jörðin í gegnum Geminid-loftsteinabeltið og mega íbúar Arizona-ríkis því búast við enn fleiri loftsteinum á stjörnuhimninum. Geminid-loftsteinabeltið er stærsta loftsteinabeltið sem verður á vegi jarðarinnar umhverfis sólina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert