Gaia kortleggur geiminn

00:00
00:00

Evr­ópska geim­vís­inda­stofn­un­in (ESA) skaut í morg­un gervi­hnett­in­um Gaia á braut um jörðu frá Sinna­mary í Frönsku Gín­eu. Verk­efnið er eitt það metnaðarfyllsta í sögu geim­vís­inda. 

Það var klukk­an 9:12 að ís­lensk­um tíma sem eld­flaug­inni var skotið á loft sem flutti stjörnu­sjón­auk­ann út í geim. Fram kem­ur á vef breska rík­is­út­varps­ins að Gaia kosti 740 millj­ón­ir evra, eða sem jafn­gild­ir 118 millj­örðum kr.

Gaia mun hafa það hlut­verk að kort­leggja ná­kvæma staðsetn­ingu og fjar­lægðir á milli eins millj­arðs stjarna. Mark­miðið er að búa til fyrstu raun­sæju mynd­ina sem sýn­ir það hvernig Vetr­ar­braut­in er upp­byggð.

Gervi­hnött­ur­inn er ótrú­lega næm­ur og ljóst er að hann mun svipta hul­unni af mörg þúsund hlut­um í geimn­um sem hafa hingað til ekki sést. T.d. nýj­ar plán­et­ur og smá­st­irni. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert