Síurnar loka á kynfræðsluefni

AFP

Klámsíur sem eiga að koma í veg fyrir að fólk, aðallega börn, fari óvart eða viljandi inn á klámsíður á netinu, koma einnig í veg fyrir að hægt sé að skoða síður með efni til kynfræðslu. Um er að ræða klámsíur sem fjarskiptafyrirtæki nota fyrir viðskiptavini sína, segir í frétt BBC um málið.

Fjögur stærstu fjarskiptafyrirtækið Bretlands eru farin að nota klámsíur. Fyrirtækið BT byrjaði að nota sína síu í síðustu viku, Virgin byrjar að fullu að nota sitt klámsíukerfi á næsta ári og klámsían hjá Sky var tekin í notkun fyrir um mánuði.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands hefur hvatt til slíkra takmarkana á netnotkun. Hann segir að klámsíur séu mikilvægar til að koma í veg fyrir að börn fari óvart inn á grófar klámsíður.

Í fréttaþættinum Newsnight á BBC var hins vegar sagt frá því að síurnar séu alls ekki fullkomnar. Gróft klám sé hægt að nálgast þrátt fyrir þær og efni sem æskilegt er að börn skoði, s.s. kynfræðsluefni, er hins vegar óaðgengilegt.

Sjá ítarlega frétt BBC um málið hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert