Hefja þjálfun fyrir landnám Mars

Mars One.
Mars One. AFP

Rúmlega eitt þúsund umsækjendur af samtals 200 þúsund hafa verið valdir til þess að taka þátt í þjálfun fyrir landnám á plánetunni Mars á vegum einkafyrirtækisins Mars One en til stendur að fjármagna landnámið að hluta til með raunveruleikaþætti um það. Forsvarsmenn framtaksins tilkynntu þetta í dag.

Fram kemur í frétt AFP að í þjálfuninni verði fjöldinn síðan lækkaður enn frekar eða niður í einungis 24 sem ætlunin er að senda til Mars með sex geimskipum árið 2024. Eini gallinn er að landnámsmennirnir fá aðeins ferð aðra leiðina til plánetunnar rauðu sem er í að minnsta kosti 55 milljónir kílómetra fjarlægð frá Jörðinni. Ferðalagið til Mars tekur sex mánuði. Of mikill kostmaður þykir fylgja því að byggja skip sem geta farið til baka.

Þeir sem valdir hafa verið til þjálfunar eru 1.058 talsins frá 140 ríkjum. Þeir fengu að vita að þeir hafi orðið fyrir valinu 30. desember síðastliðinn. Gert er ráð fyrir að þjálfunin standi yfir næstu tvö árin.

Frétt mbl.is: Meira en 200 þúsund vilja til Mars

Frétt mbl.is: Viltu vinna farmiða til Mars?

Frétt mbl.is: Vilja gera raunveruleikaþátt á Mars

Frá Mars.
Frá Mars. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert