Fljúga hátt á Vatnaflygli

„Vatnaflyg­ill­inn hef­ur vakið mikla at­hygli hvar sem við höf­um frá hon­um sagt eða hann sýnt og það verður spenn­andi að sjá hvert sá áhugi leiðir þegar bet­ur viðrar,“ seg­ir Jón Trausti Guðmunds­son sem ásamt Baldri Arn­ari Hall­dórs­syni hannaði og smíðaði svo­nefnd­an Vatnaflygil sem loka­verk­efni í vél- og orku­tækni­fræði við Há­skól­ann í Reykja­vík.

Nem­end­ur kynntu ný­verið loka­verk­efni sín og hlaut Vatnaflyg­ill­inn verðskuldaða at­hygli. Hann er í raun auka­búnaður og leik­tæki fyr­ir sæþotu sem knýr flygil­inn. „Sæþotan dæl­ir vatni upp slöngu í búnað sem flugmaður ber á bak­inu. Þaðan er vatns­b­un­unni beint út um tvo stúta með nægi­leg­um krafti til að bera flug­mann og búnað á loft. Þá er hægt að breyta stefnu stút­anna með hald­föng­um og þannig stýra stefnu Vatnaflygils­ins við flug.“

Jón Trausti seg­ir að mesta flug­hæð Vatnaflygils­ins fari eft­ir dælu­getu - og afli - sæþot­unn­ar. Með þeirri sæþotu sem notuð var við próf­an­ir á Vatnaflygl­in­um var hægt að fljúga í um 6,5 metra hæð en eft­ir því sem sæþotan er öfl­ugri ræðst mesta hæð frek­ar af vatns­slöng­unni. „Við vor­um með fjór­tán metra langa slöngu og með slíkri er ef­laust ör­uggt að fara svona tíu metra upp í loftið.“

Sæþot­unni er ekki siglt á meðan Vatnaflyg­ill­inn er tengd­ur við hana en Jón Trausti seg­ir að lítið mál sé að draga sæþot­una með Vatnaflygl­in­um og færa sig þannig úr stað. „Menn fara kannski ekki hratt yfir enda er Vatnaflyg­ill­inn ekki endi­lega gerður fyr­ir ferðalög á mik­illi ferð.“

Halda öllu opnu hvað fram­haldið varðar

Eins og áður seg­ir er um að ræða loka­verk­efni þeirra Jóns Trausta og Bald­urs Arn­ars. Þeir höfðu séð sams­kon­ar búnað á net­inu, meðal ann­ars mynd­bönd á YouTu­be, en búnaður­inn var mjög dýr. Þegar kom að vali á verk­efni ákváðu þeir að at­huga þann mögu­leika að hanna og smíða sams­kon­ar búnað fyr­ir sem minnst­an kostnað. „Þegar við fór­um að skoða þetta bet­ur kom í ljós að smíði Vatnaflygils­ins kæmi inn á marga þætti náms­ins. Því varð úr að kenn­ar­ar og aðrir inn­an skól­ans samþykktu loka­verk­efnið,“ seg­ir Jón Trausti og tek­ur fram að þeir séu mjög þakk­lát­ir fyr­ir að hafa fengið að vinna að svo skemmti­legu loka­verk­efni. Þess má geta að þeir fengu 9,5 í ein­kunn fyr­ir verk­efnið.

Und­ir­bún­ing­ur og skýrslu­gerð tók ansi lang­an tíma en smíði sjálfs búnaðar­ins ekki nema um tvær vik­ur. Vegna anna og veðurs tókst þeim ekki að prófa Vatnaflygil­inn eins oft og þeir vildu en voru sér­stak­lega ánægðir með hversu vel próf­an­ir gengu engu að síður. „Ætl­un­in er svo að prófa Vatnaflygil­inn bet­ur í vor þegar bet­ur viðrar og þá jafn­vel með öfl­ugri sæþotu, þannig að við get­um flogið enn hærra. Og þó við sjá­um ekki endi­lega fram á fram­leiðslu Vatnaflygils­ins höld­um við öllu opnu ef við sjá­um gott viðskipta­tæki­færi í vænd­um.“

Hér að neðan má sjá mynd­band af því þegar Vatnaflyg­ill­inn var prófaður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert