Kaldari veður og sjaldséð norðurljós?

Eins og sést á myndinni er sólin ekki eins björt …
Eins og sést á myndinni er sólin ekki eins björt um þessar mundir og oft áður. Ljósmynd/NASA

Framund­an er tíma­bil þar sem virkni sól­ar­inn­ar verður ekki eins mik­il og und­an­farna ára­tugi og má jafn­vel bú­ast við mun kald­ari veðráttu á jörðinni næstu átatug­ina en verið hef­ur lengi og þá einkum í Evr­ópu. Þetta er meðal þess sem fram kem­ur á frétta­vef breska rík­is­út­varps­ins BBC. Sól­in hafi um þess­ar mund­ir náð há­marki sól­bletta­sveiflu sinn­ar sem ger­ist á 11 ára fresti en strax sé hins veg­ar farið að draga hratt úr virkni henn­ar og hraðar en vís­inda­menn hafi reiknað með.

Fram kem­ur í frétt­inni að sól­in ætti að sögn þeirra vís­inda­manna sem rætt er við að vera enn í há­mark­inu en sú sé hins veg­ar ekki raun­in, en meðal vís­inda­mann­anna er Rich­ard Harri­son, for­stöðumaður stjar­neðlis­fræðirann­sókna við Rut­her­ford Applet­on La­boratory í Oxfords­hire í Bretlandi, sem seg­ist ekki hafa orðið vitni að öðru eins á þeim 30 árum sem hann hafi feng­ist við rann­sókn­ir á þessu sviði. Hann seg­ir að virkni sól­ar hafi ekki verið jafn­lít­il og nú síðan fyr­ir eitt hundrað árum.

Fylgst náið með virkni sól­ar­inn­ar

Sömu­leiðis er haft eft­ir dr. Lucie Green, sem stund­ar rann­sókn­ir í stjarn­vís­ind­um við Uni­versity Col­l­e­ge London að þessi hegðun sól­ar­inn­ar hafi komið henni og mörg­um öðrum vís­inda­mönn­um mjög á óvart. Enn­frem­ur seg­ir að vís­inda­menn fylg­ist vel með því hvort virkni sól­ar­inn­ar haldi áfram að minnka jafn­hratt og und­an­farið. Green seg­ir að þessi þróun gæti leitt til þess að sól­in yrði mjög lítið virk rétt eins og hún væri sof­andi. Það yrði þó ekki í fyrsta skiptið sem slíkt gerðist.

Rifjað er upp að þannig hafi ástandið til að mynda verið á síðari hluta 17. ald­ar. Þá hafi sól­in gengið í gegn­um tíma­bil þar sem virkni henn­ar hafi verið mjög lít­il en tíma­bilið er kallað upp á ensku „The Maund­er Mini­m­um“. Sagn­fræðileg­ar heim­ild­ir hermi að þá hafi sól­blett­ir nán­ast horfið. Haft er eft­ir Green að sterk­ar vís­bend­ing­ar séu um að sól­in hegði sér með sama hætti núna og í aðdrag­anda þessa tíma­bils.

Ekki minnkað hraðar í 10.000 ár

Mike Lockwood, pró­fess­or við Uni­versity of Rea­ding í Bretlandi, tek­ur und­ir það að um­tals­verðar lík­ur séu á að framund­an sé tíma­bil þar sem virkni sól­ar­inn­ar minnki mjög mikið. Vís­ar hann í ískjarna­sýni sem bendi til þess að ekki hafi dregið jafn hratt úr virkni sól­ar­inn­ar und­an­far­in 10.000 ár. Hann telji að tals­verðar lík­ur séu á að inn­an næstu 40 ára verði ástandið svipað því sem var á „The Maund­er Mini­m­um“.

Fram kem­ur í frétt­inni að aðstæður á um­ræddu tíma­bili hafi verið mjög erfiðar vegna kulda. Þannig hafi Eystra­saltið frosið og sama sé að segja um Thames-ána í London. Sum­ir hafi jafn­vel viljað kalla tíma­bilið litla ís­öld. Lockwood tel­ur að þetta ástand kunni að hafa verið að hluta til af­leiðing af minnk­andi virkni sól­ar­inn­ar og haldið nú­ver­andi þróun áfram gæti slíkt gerst á nýj­an leik.

„Þetta er flók­in skepna“

Haft er eft­ir Green að minnki virkni sól­ar­inn­ar veru­lega kunni ein birt­ing­ar­mynd þess að verða sú að norður­ljós­in verði sjald­séð en þau séu ná­tengd virkni henn­ar. „Ef virkni sól­ar­inn­ar minnk­ar veru­lega væri eitt af því sem gerðist að við sæj­um norður­ljós­in mjög sjald­an. Drif­kraft­ur þeirra er virkni sól­ar­inn­ar og við mynd­um verða af þessu fal­lega nátt­úru­fyr­ir­bæri.“

Frétt BBC lýk­ur á þeim orðum að vís­inda­menn geri sér ekki full­kom­lega grein fyr­ir því hverj­ar af­leiðing­ar minni virkni sól­ar­inn­ar gætu orðið en þeir séu hins veg­ar sam­mála um sól­in sé ófyr­ir­sjá­an­leg og hvað sem er gæti í raun gerst næst. Haft er eft­ir Harri­son að framund­an virðist ein­kenni­legt tíma­bil en það sýni líka að vís­inda­menn skilji í raun ekki ná­kvæm­lega hvernig sól­in virki. „Vegna þess að hún er flók­in - þetta er flók­in skepna.“

Ljós­mynd/​NASA
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert