Ekki eins góðir og þeir voru?

Þeir sem haldnir eru fortíðarhyggju eiga það til að dásama allt gamalt og fúlsa við öllu nýju. Þannig heyrist því oft fleygt að bílar í dag séu einfaldlega ekki eins góðir og þeir voru í gamla daga.

Reyndar má til sanns vegar færa að einhverjir fallegustu bílar sem framleiddir hafa verið séu hálfrar aldar gamlir, eða jafnvel meira. 1959 árgerðin af Chevrolet Bel Air var til dæmis afskaplega fallegur bíll. Jafnvel fallegri en að minnsta kosti flestir Chevrolet-bílar seinni ára.

En var hann öruggur?

Í þessu árekstrarprófi, sem var framkvæmt í tilefni 50 ára afmælis IIHS-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, lenda saman fyrrnefndur Bel Air og 2009 árgerðin af Chevrolet Malibu.

Okkur hættir til að hugsa um þunga bíla sem örugga bíla, en þetta próf sannar afdráttarlaust að dæmið er ekki svo einfalt.

„Þetta var eins og dagur og nótt, slíkur var munurinn á öryggi farþeganna,“ sagði Adrian Lund, forstjóri stofnunarinnar, eftir prófið. „Niðurstöðurnar sýna að bílar í dag eru ekki eins góðir og þeir voru áður - þeir eru betri.“

Stofnunin hefur framkvæmd árekstrarpróf, á vegum bandarískra tryggingafélaga, síðan 1959, árið sem viðkomandi Bel Air var smíðaður. Fyrir neðan má sjá myndskeið frá prófunum IIHS frá áttunda áratug síðustu aldar, við mun frumstæðari aðstæður en nú eru fyrir hendi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert