Dularfullur steinn birtist á Mars

Á myndinni til vinstri er enginn steinn en á þeirri …
Á myndinni til vinstri er enginn steinn en á þeirri til hægri, sem tekin var tveimur vikum síðar, sést ljós steinn. NASA

Vísindamenn Nasa standa á gati vegna mynda af steini sem geimjeppinn Opportunity tók á plánetunni rauðu. Tveimur vikum áður var steinninn ekki á svæðinu.

Opportunity hefur verið á Mars í um áratug. Hann hefur rannsakað svæði sem kallast Meridiani Planum og er hlutverk hans að skoða gíg og hvort að ummerki eftir vatn megi finna við hann. Nýlega sendi hann myndir af svæðinu til jarðar. 

Seinni myndin er tekin 8. janúar er Opportunity var í rannsóknarleiðangri. Á þeirri mynd sést ljós steinn á stærð við kleinuhring, segir í frétt Telegraph um málið. 

En tveimur vikum fyrr hafði jeppinn tekið aðra mynd á sama svæði en þá sást enginn steinn.

Kenningin er sú að geimjeppinn eigi sjálfur sök á þessu. Hann hafi fært steininn til er hann ók yfir svæðið. Þá er önnur kenning sú að steininn sé hluti af lofsteini sem lenti á Mars skammt frá svæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert