Facebook gæti fjarað út eins og sjúkdómur

Facebook
Facebook AFP

Bandarískir vísindamenn segja að Facebook sé eins og smitsjúkdómur, sem nái hámarki áður en hann hrynur. Þeir segja að 80% notenda Facebook muni yfirgefa samfélagsmiðilinn fyrir árið 2017.

Þetta eru niðurstöður John Cannarella og Joshua Spechler, doktorsnema í véla- og geimverkfræði við Princeton-háskóla. Fullyrðingar þeirra settu þeir fram í grein í vísindariti á netinu, en greinin hefur ekki enn verið tekin til skoðunar af fræðimönnum (e. peer-reviewed).

Þeir byggja niðurstöður sínar að miklu leyti á risi og falli MySpace, sem náði gríðarlegri útbreiðslu rétt áður en miðillinn nánast hrundi.

Þeir segja að hugmyndir, rétt eins og sjúkdómar, breiðist út með ógnarhraða milli manna, áður en þær deyja út. Þetta hafi verið kortlagt með verkfærum faraldursfræðinnar, en Facebook fagnar 10 ára afmæli sínu í næsta mánuði.

Niðurstöðurnar koma í kjölfarið af fregnum þess efnis að ungt fólk hafi „flúið“ Facebook á árinu 2013.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert