Kínverski tungljeppinn bilaður

Tungljeppinn lentur.
Tungljeppinn lentur. AFP

Kínverski tungljeppinn hefur átt við vélræn vandamál að stríða upp á síðkastið. Ástæðan er hið „flókna yfirborð tunglsins“, segja vísindamenn.

Jeppinn lenti á tunglinu í desember, og er fyrsta geimfarið sem þangað kemur frá árinu 1976. Til stóð að hann safnaði gögnum í að minnsta kosti þrjá mánuði.

Rannsóknarjeppinn kallast Yutu, eða Kanínan, og hefur þegar náð ágætum árangri í rannsóknarleiðangri sínum, að því er fram kemur í frétt BBC.

Nú er verið að undirbúa viðgerð. Bilunin gerði vart við sig í síðustu viku en næstu daga átti hann að hvíla sig á meðan hann væri í skugga frá sólinni í 14 daga. Jeppinn er knúinn af sólarorku og á meðan hann er á skuggasvæði getur hann ekki starfað.

Frétt BBC.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert