Klerkar deildu sjálfsmyndum á Facebook

Tveir þeirra sem sátu námskeiðið.
Tveir þeirra sem sátu námskeiðið. AFP

Klerkar á Filippseyjum stigu nýlega stórt skref. Nokkrir þeirra tóku fyrstu sjálfsmyndina og deildu henni á Facebook. Fyrr í þessum mánuði sátu fimmtíu biskupar og prestar í Manila á Filippseyjum námskeið í notkun samfélagsmiðla, en það er hluti af viðleitni kaþólsku kirkjunnar til að halda í við tækniþróunina. Þetta kemur fram í frétt AFP.

Sean-Patrick Lovett, einn þeirra sem sá um kennslu á námskeiðinu sagðist hafa verið hissa á viðbrögðum nemanna. „Ég hef aldrei séð biskupa svona ánægða og spennta,“ sagði Lovett í samtali við AFP-fréttastofuna. „Þeir tóku sjálfsmyndir og deildu þeim á Facebook.“

Námskeiðið fólst í því að kenna prestunum, sem sumir voru komnir yfir sjötugt, að nota veraldarvefinn, stofna Facebook- og Twitter-aðgang og setja það sem þeir deila á samfélagsmiðlunum fram á réttan hátt.

Sumir prestanna höfðu þegar stofnað Facebook-aðgang en einn þeirra hafði aldrei áður notað tölvu. „Bara það að skrifa á lyklaborðið var ný upplifun fyrir hann,“ sagði einn þeirra sem sá um námskeiðið. Lovett sagði að prestunum hefði einnig verið kennt að nota öryggisstillingar samfélagsmiðlanna.

„Sumir biskupanna sögðu við mig, ég er hræddur að ég verði háður Facebook,“ sagði Lovett. Þessi spurning fylgdi í kjölfarið. „Ef ég verð háður, get ég þá beðið bænirnar á meðan ég er að nota Facebook?“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert