Klerkar deildu sjálfsmyndum á Facebook

Tveir þeirra sem sátu námskeiðið.
Tveir þeirra sem sátu námskeiðið. AFP

Klerk­ar á Fil­ipps­eyj­um stigu ný­lega stórt skref. Nokkr­ir þeirra tóku fyrstu sjálfs­mynd­ina og deildu henni á Face­book. Fyrr í þess­um mánuði sátu fimm­tíu bisk­up­ar og prest­ar í Manila á Fil­ipps­eyj­um nám­skeið í notk­un sam­fé­lags­miðla, en það er hluti af viðleitni kaþólsku kirkj­unn­ar til að halda í við tækniþró­un­ina. Þetta kem­ur fram í frétt AFP.

Sean-Pat­rick Lovett, einn þeirra sem sá um kennslu á nám­skeiðinu sagðist hafa verið hissa á viðbrögðum nem­anna. „Ég hef aldrei séð bisk­upa svona ánægða og spennta,“ sagði Lovett í sam­tali við AFP-frétta­stof­una. „Þeir tóku sjálfs­mynd­ir og deildu þeim á Face­book.“

Nám­skeiðið fólst í því að kenna prest­un­um, sem sum­ir voru komn­ir yfir sjö­tugt, að nota ver­ald­ar­vef­inn, stofna Face­book- og Twitter-aðgang og setja það sem þeir deila á sam­fé­lags­miðlun­um fram á rétt­an hátt.

Sum­ir prest­anna höfðu þegar stofnað Face­book-aðgang en einn þeirra hafði aldrei áður notað tölvu. „Bara það að skrifa á lykla­borðið var ný upp­lif­un fyr­ir hann,“ sagði einn þeirra sem sá um nám­skeiðið. Lovett sagði að prest­un­um hefði einnig verið kennt að nota ör­ygg­is­still­ing­ar sam­fé­lags­miðlanna.

„Sum­ir bisk­up­anna sögðu við mig, ég er hrædd­ur að ég verði háður Face­book,“ sagði Lovett. Þessi spurn­ing fylgdi í kjöl­farið. „Ef ég verð háður, get ég þá beðið bæn­irn­ar á meðan ég er að nota Face­book?“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka