Áfengisneysla helsta dánarorsökin

Ýmsar tegundir af rússneskum vodka.
Ýmsar tegundir af rússneskum vodka. Ljósmynd/Th1234

Helsta skýr­ing­in á því hvers vegna svo marg­ir Rúss­ar deyja fyr­ir ald­ur fram er óhóf­leg áfeng­isneysla, einkum vod­ka­drykkja. Þetta er niðurstaða nýrr­ar rann­sókn­ar sem fjallað er um í Lancet í dag.

Þar kem­ur fram að fjórðung­ur rúss­neskra karla deyr fyr­ir 55 ára ald­ur og í flest­um til­vik­um er and­lát þeirra rakið til áfeng­isneyslu. Í Bretlandi er hlut­fallið 7%, seg­ir í frétt BBC.

Meðal dánar­or­saka sem rakt­ar eru til of­neyslu áfeng­is eru lifr­ar­sjúk­dóm­ar og áfengiseitran­ir. Eins deyja marg­ir í slys­um eða eft­ir að hafa lent í átök­um.

Rann­sókn­in er sú viðamesta sem unn­in hef­ur verið í Rússlandi af þessu tagi. Þeir sem unnu hana eru frá krabba­meins­rann­sókn­ar­setri Rúss­lands í Moskvu, Oxford-há­skóla í Bretlandi og krabba­meins­sviði Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un­ar­inn­ar í Frakklandi. Var fylgst með drykkju­venj­um 151 þúsund full­orðinna ein­stak­linga í þrem­ur rúss­nesk­um borg­um í tíu ár.

Á því tíma­bili lét­ust átta þúsund þeirra sem fylgst var með. Eins var byggt á fyrri rann­sókn­um á and­láti 49 þúsund ein­stak­linga.

Það hef­ur lengi verið rætt um mikla áfeng­isneyslu meðal rúss­neskra karla og árið 1985 lét Mikaíl Gor­bat­sjov, sem þá var leiðtogi Sov­ét­ríkj­anna, draga veru­lega úr vod­kafram­leiðslu í land­inu og lagði sölu­bann á vod­ka fyr­ir há­degi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka