Stærsti stjörnusjónauki landsins, sem er í Valhúsaskóla á Seltjarnarnesi, hefur lítið nýst undanfarin fimmtán ár vegna vaxandi sjónmengunar á höfuðborgarsvæðinu.
Þetta segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.
Í henni kemur meðal annars fram, að samkvæmt mælingum Snævars Guðmundssonar landfræðings er ljósmengun á höfuðborgarsvæðinu jafnmikil og í stórum evrópskum borgum.