Vísindamenn hyggjast raðgreina allt genamengi Ríkharðs 3. til að afla frekari upplýsinga um konunginn, m.a. um háralit hans, augnalit, forfeður og skyldleika við fólk sem lifir núna. Þetta er í fyrsta skipti sem allt genamengi sögufrægs manns er raðgreint, að sögn The Telegraph.
Bein konungsins fundust undir bílastæði í Leicester og rannsókn hefur leitt í ljós að hann var krypplingur. Ennfremur hafa fundist vísbendingar um að hann hafi verið með þráðorm, sníkil sem var algengur á Englandi þegar Ríkharður var uppi.