Merkel leggur til evrópskt internet

Angela Merkel, kanslari Þýskalands
Angela Merkel, kanslari Þýskalands Mynd/AFP

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, fjallaði í dag um hugmynd að nýju, evrópsku interneti. Hugmyndina kynnti hún í sínu vikulega podcast-i og sagðist hún ætla að bera hugmyndina undir Francois Hollande, forsætisráðherra Frakklands á fundi þeirra í vikunni. 

Hugmyndin um evrópskt net kemur í kjölfar uppljóstrana um afar víðtækar njósnir bandarísku leyniþjónustunnar, NSA. Margir evrópskir stjórnmálamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af njósnunum og telur Merkel að með hugmyndum sínum sé hægt að búa til sérstakt net þar sem hægt væri að senda upplýsingar innbyrðis án þess að upplýsingarnar kæmu við á bandarískum netþjónum. 

Merkel gagnrýndi einnig í podcast-þætti sínum þá staðreynd að fyrirtæki á borð við Facebook og Google geti verið með bækistöðvar í löndum þar sem reglur um gagnavernd eru litlar sem engar og að upplýsingar frá öðrum löndum, með strangari reglur, fari til slíkra landa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka