10 þúsund lýtaaðgerðir þar sem rass fólks var stækkaður voru framkvæmdar í Bandaríkjunum á síðasta ári. Fjölgaði slíkum aðgerðum um heil 16% á milli ára, að því er fram kemur í skýrslu félags bandarískra lýtalækna.
Í frétt Huffington Post um málið segir að á sama tíma hafi borist hryllingssögur af ólöglegum rassastækkunum þar sem margt hefur farið úrskeiðis. Fólk hefur m.a. dáið í kjölfar slíkra aðgerða.
Slíkar fréttir gætu hafa ýtt undir að fleiri fóru í aðgerðirnar hjá lýtalæknum sem hafa tilskilin leyfi og þekkingu til að stækka rassa.