Eldri feður auka líkur á geðröskunum

Með auknum aldri feðra aukast líkur á geðrænum kvillum hjá …
Með auknum aldri feðra aukast líkur á geðrænum kvillum hjá börnum. AFP

Meiri hætta er á að börn glími við geðrask­an­ir og at­hygl­is­brest ef feður þeirra eru gaml­ir þegar þeir eign­ast þau. Þetta er niðurstaða nýrr­ar sænskr­ar rann­sókn­ar.

Rann­sókn­in nær til tveggja millj­óna Svía og bend­ir hún til þess að þau börn sem eiga feður sem voru 45 ára eða eldri þegar þeir eignuðust viðkom­andi barn séu 25 sinn­um lík­legri til þess að glíma við geðhvörf (tví­skautarösk­un - bipol­ar disor­der) en þau börn sem eiga feður á aldr­in­um 20-24 ára.

Eins eru börn­in sem eiga eldri pabba þrett­án sinn­um lík­legri til þess að glíma við at­hygl­is­brest, sam­kvæmt rann­sókn­inni sem birt er í

og

Hingað til hef­ur yf­ir­leitt verið rann­sakað hvaða áhrif það hef­ur að kon­ur fresti barneign­um en í þess­ari rann­sókn er horft til áhrifa af aldri feðra. „Okk­ur er brugðið við niður­stöðuna,“ seg­ir Bri­an D'Onof­rio, pró­fess­or við Indi­ana-há­skól­ann í Bloom­ingt­on, en hann vann að rann­sókn­inni ásamt vís­inda­mönn­um við Karólínska í Stokk­hólmi.

Rann­sókn­in bend­ir einnig til þess að með eldri feðrum auk­ist lík­ur á geðklofa og að börn­in reyni að fremja sjálfs­víg. Jafn­framt fái þessi börn lægri ein­kunn­ir í skóla og að greind­ar­vísi­tala þeirra sé oft lægri en þeirra sem eiga yngri for­eldra.

Ein­hverfa er 3,5 sinn­um lík­legri meðal barna sem eiga feður sem eru 45 ára eða eldri en þau börn sem eiga feður yngri en 24 ára.

En það er ekki alslæmt að eiga gaml­an pabba því með hækk­andi aldri feðra aukast lík­ur á að þeir séu bet­ur menntaðir og kjör þeirra betri. Eins séu þeir fær­ari um að veita börn­um sín­um þá aðstoð sem þau þurfa á að halda seg­ir

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert