Mataræði með miklu prótíni þegar fólk er komið á miðjan aldur eykur líkur á því að deyja fyrir aldur fram. M.a. eru fjórum sinnum meiri líkur á að miðaldra fólk sem borðar mjög prótínríkt fæði deyi úr krabbameini.
Vísindamenn við háskólann í Suður-Karólínu komust að því að fólk á aldrinum 50-65 ára sem borða mjög prótínríkt fæði eru 74% líklegri til að deyja á rannsóknartímabilinu sem stóð í tvo áratugi.
Þá komust þeir að því að þeir sem borða mikið af dýraprótíni eru fjórum sinnum líklegri en aðrir til að deyja úr krabbameini. Það er sambærileg áhætta og fyrir þá sem reykja.
Hins vegar er það niðurstaða rannsóknarinnar sem náði til 6.318 fullorðinna, að hófleg prótínneysla sem heilsusamleg fyrir fólk sem er 65 ára eða eldra.
Sjá nánar um rannsóknina hér og hér.