Íslendingar borða of mikið salt

Unnar kjötvörur geta verið saltríkar og ráðlegt að skoða merkingar …
Unnar kjötvörur geta verið saltríkar og ráðlegt að skoða merkingar á umbúðum vel. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Þrátt fyr­ir að salt­neysla Íslend­inga hafi minnkað um 5% frá ár­inu 2002 borða Íslend­ing­ar enn of mikið salt. Land­læknisembættið vek­ur at­hygli á þessu, í til­efni af alþjóðlegri viku sem til­einkuð er minni salt­neyslu.

Meðal­neysla ís­lenskra karla á salti er 9,5 g á dag og kon­ur neyta 6,5 g af salti á dag að meðaltali, sam­kvæmt niður­stöðum lands­könn­un­ar á mataræði full­orðinna, sem fram fór 2010-2011.

Þörf­in fyr­ir salt er hins­veg­ar ekki meiri en 1,5 g á dag, og sam­kvæmt nýj­um nor­ræn­um ráðlegg­ing­um er ekki mælt með því að borða meira en 6 g á dag.

Íslend­ing­ar af báðum kynj­um borða því að jafnaði of mikið salt, en með því að draga úr salt­neyslu má m.a. draga úr hækk­un blóðþrýst­ings, sem er einn af áhættuþátt­um hjarta- og æðasjúk­dóma. Minni salt­neysla geti dregið úr lík­um á ákveðnum teg­und­um krabba­meins. 

Erfitt get­ur verið gott fyr­ir fólk að átta sig á því hversu mikið salt það borðar frá degi til dags, því stærst­ur hluti salts í fæðunni, eða um 75%, kem­ur úr unn­um mat­væl­um eins og kjötvör­um, brauði, osti, pakkasúp­um og sós­um, til­bún­um rétt­um og skyndi­bit­um.

Land­læknisembættið bend­ir á að til að draga úr salt­neyslu sé ráðlagt að sneiða hjá saltrík­um vör­um, tak­marka salt í mat­reiðslu og við borðhald en nota annað krydd eða kryd­d­jurtir í staðinn.

Sjá nán­ar á vef Land­lækn­is.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert