Hrikaleg áhrif hlýnunar jarðar

Áhrif hlýnunar jarðar verða harkaleg, útbreidd og um leið óafturkallanleg, segir í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar.

Hætta er á hungursneyðum, flóðum og að fjöldi fólks fari á vergang á þessari öld vegna áhrifa af aukinni kolefnalosun í heiminum.

Skýrslan er nú rædd á fundi í Japan en meðal annars kemur þar fram að loftlagsbreytingar geti haft alvarleg áhrif á heilsufar í heiminum. Þar megi nefna sjúkdóma sem berist með moskítóflugum. Eins muni viðkvæmar plöntur og dýr þurrkast út ef ekkert er að gert.

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, segir að ekki megi hunsa þær viðvaranir sem fram komi í skýrslunni. Ekki sé bara hægt að bíða og sjá til.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert