Lyfjahneyksli hjá Novartis

Svissneska lyfjafyrirtækið Novartis hefur skipt út yfirstjórn fyrirtækisins í Japan vegna ásakana um alvarlegar hliðaverkanir lyfja fyrirtækisins við hvítblæði.

David Epstein, sem stýrir lyfjaframleiðslu Novartis, sagði á fréttamannafundi í Tókýó í dag að framkvæmdastjórar Novartis í Japan hafi sagt af sér og þeir væru hættir hjá fyrirtækinu. Epstein segir að framferði þeirra væri óásættanleg og skýrt brot á reglum fyrirtækisins.

„Ég vil enn einu sinni biðjast afsökunar fyrir hönd Novartis og aðkomu þess að málinu,“ sagði Epstein við fréttamenn.

 Fyrr í dag var greint frá því að lögfræðingar, sem Novartis réð til starfa, greindu frá aðkomu söludeildar Novartis að lyfjarannsóknum og að ekki hafi verið upplýst um hliðarverkanir lyfs sem var verið að rannsaka. Starfsmenn Novartis hafi fjarlægt upplýsingar sem komu fram við rannsóknina þar sem sjúklingar höfðu upplifað alvarlegar hliðarverkanir við notkun lyfsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert