Hómópatía geri ekki gagn

Sverrir Vilhelmsson

Ítarleg rannsókn ástralska lýðheilsu- og læknisfræðirannsóknaráðsins hefur leitt í ljós að hómópatía, eða smáskammtalækningar, gerir ekki meira gagn en lyfleysa.

Iðkendur smáskammtalækninga halda því fram að með því að nota afar útþynntar lausnir af því sem veldur kvillum sé hægt að lækna þá. Vísindamenn á vegum ráðsins mátu rannsóknir á áhrifum aðferðarinnar á 68 heilsufarsvandamál, þar á meðal astma, gigt, svefntruflanir, kvef og flensu, síþreytu og fleira. Rannsóknir frá hagsmunahópum hómópata voru á meðal þeirra sem voru metnar.

Ekki léð lögmæti lengur

Sérfræðingarnir komust að raun um að engar áreiðanlegar sannanir væru fyrir því að smákskammtalækningar bæru meiri árangur en lyfleysur.

„Engar góðar og vel hannaðar rannsóknir með nógu marga þátttakendur til að fá niðurstöður sem hafa þýðingu hafa leitt í ljós að hómópatía hafi meiri heilsubót í för með sér en lyfleysa eða að hún valdi heilsubót sem jafnast á við annars konar meðferð,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar sem sérfræðingarnir tóku saman.

John Dwyer, ónæmisfræðingur og prófessor emirítus í læknisfræði við Háskólann í Nýja Suður-Wales, segir það ekki siðlegt að hómópatar plati fólk með að skrifa upp á lyfleysur fyrir það og að leggja ætti remedíur smáskammtalækninga á hilluna fyrir fullt og allt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert