Google kaupir dróna

Flygildi eru í mikillið þróun. Þau eru af ýmsum stærðum …
Flygildi eru í mikillið þróun. Þau eru af ýmsum stærðum og gerðum og notuð bæði til góðra verka og slæmra. AFP

Banda­ríski tækn­iris­inn Google til­kynnti í dag um kaup á fyr­ir­tæk­inu Tit­an Aerospace, sem fram­leiðir sól­ar­orku­knú­in flygildi, eða dróna. Hug­mynd Google er að sögn að nota flygild­in til að koma á net­sam­bandi á af­skekkt­um stöðum.

„Þetta er enn á frum­stigi, en gervi­hnett­ir inn­an loft­hjúps­ins gætu nýst til þess að koma á net­sam­bandi fyr­ir millj­ón­ir manna, og stuðlað að lausn ým­issa vanda­mála þar á meðal við neyðaraðstoð í kjöl­far ham­fara og nátt­úru­eyðing­ar eins og út­rým­ingu skóga,“ seg­ir talsmaður Google við Afp.

„Þess vegna erum við svo spennt fyr­ir því að bjóða Tit­an Aerospace vel­komið í Google fjöl­skyld­una.“

Ekki hef­ur verið gefið uppi hvert kaup­verðið var. Flygild­in frá Tit­an geta starfað í allt að 5 ár í tæp­lega 20.000 metra hæð yfir jörðu. Þau geta unnið sam­bæri­leg verk­efni og staðbundn­ir gervi­hnett­ir en fyr­ir minni pen­ing.

Google reyn­ir fyr­ir sér á fleiri sviðum því þar er einnig í þróun verk­efnið Loon, þar sem loft­belg­ir eru notaðir til að koma á net­sam­bandi á svæðum sem ekki eru tengd.

Sagt er að Face­book hafi lýst áhuga á að kaupa Tit­an áður en Google varð fyrri til. Face­book til­kynnti hins­veg­ar í mars um kaup á breska fyr­ir­tæk­inu Ascenta, sem sér­hæf­ir sig í ómönnuðum, sól­ar­knún­um far­ar­tækj­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert