Snjalltækni til byltingar í skólum

Skólastjórnendur hafa margir tekið upp notkun spjaldtalva í skólastarfi.
Skólastjórnendur hafa margir tekið upp notkun spjaldtalva í skólastarfi.

Sett­ur hef­ur verið á fót vef­ur­inn snjallskoli.is sem er umræðuvett­vang­ur fyr­ir skóla­stjórn­end­ur um það hvernig nýta megi snjall­tækni til kennslu í skól­um.  Höf­und­ur hans seg­ir mik­il­vægt að skóla­stjórn­end­ur séu meðvitaðir um mik­il­vægi stefnu­mót­un­ar þegar kem­ur að inn­leiðingu snjall­tækni í skóla­starfi.

Sveinn Tryggva­son, fram­kvæmda­stjóri TVR, stend­ur að baki verk­efn­inu. „Ég hef orðið var við það að mik­ill áhugi sé á því að taka upp snjall­tæki og spjald­tölv­ur í mörg­um skól­um, en menn eru ekki endi­lega með það á hreinu til hvers og hvað á að gera með þessa nýju tækni,” seg­ir Sveinn.

Aðrar kröf­ur á nem­end­ur en fyr­ir 20 árum 

Hann seg­ir að vef­ur­inn sé vett­vang­ur þar sem þeir skól­ar sem hafi áhuga á því að taka upp snjall­tækn­ina í skóla­starfi geti haft stefnu­mót­un og skil­virkni að leiðarljósi við upp­töku slíkr­ar tækni.

,,Heim­ur­inn er all­ur að breyt­ast og nem­end­ur í dag þurfa að út­skrif­ast með allt öðru­vísi þekk­ingu en var fyr­ir 20 árum. Í raun­inni er hug­mynd­in að með þessu fari af stað lít­il bylt­ing í skóla­starfi,” seg­ir Sveinn.

Hann tek­ur dæmi um það að sum stýri­kerfi sé hægt að nota á ís­lensku en önn­ur ekki. ,,Það má velta því fyr­ir sér hvort að slíkt skipti máli," seg­ir Sveinn.

Yf­ir­grips­mik­il vanþekk­ing 

Sveinn seg­ir að hægt sé að nýta sér snjallsíma­tækni við kennslu í flest­um náms­grein­um. „Ég held að það sé mjög mik­il­vægt að skóla­stjór­ar og skóla­stjórn­end­ur geri sér grein fyr­ir því hve mik­il­vægt sé að hafa stefnu­mót­un um það hvaða leið skuli far­in. Öðrum kosti er hætta á því að menn lendi í vand­ræðum. T.a.m. ef ekki er notað rétt stýri­kerfi. Ég held að skól­ar og skóla­kerfið sé farið af stað án þess að hafa nægi­lega skýra þekk­ingu á tækn­inni og vanþekk­ing­in er yf­ir­grips­mik­il," seg­ir Sveinn. 

 Hver nem­andi læri á sín­um hraða

Á vefn­um eru tek­in dæmi um mögu­leg­an ávinn­ing snjall­tækn­inn­ar. „Sem dæmi væri hægt að skipta náms­efni í stærðfræði í hæfi­lega litla áfanga þannig að gera megi stutt kennslu­mynd­bönd sem nem­end­ur geta horft á þegar þeim sýn­ist – og eins oft og þeim sýn­ist.1 Slíkt væri í góðu sam­ræmi við mark­mið um ein­stak­lings­miðað nám þar sem námsval og náms­hraði miðast við getu, þroska og áhuga hvers og eins nem­anda.

Einn skóli (eða jafn­vel einn kenn­ari) gæti séð um að taka upp og út­búa efni sem marg­ir skól­ar geta nýtt sér. Kenn­ar­ar þyrftu þá ekki að eyða jafn mikl­um tíma í inn­lögn/​fyr­ir­lestra og gætu frek­ar nýtt tím­ann í dæm­a­tíma og ein­stak­lings­bundna aðstoð," seg­ir á vefn­um. 

Hægt er að nýta spjaldtölvur við stærðfræðinám.
Hægt er að nýta spjald­tölv­ur við stærðfræðinám. Þor­vald­ur Örn Krist­munds­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka