Kílómetrahár turn í Sádi-Arabíu

Tölvugerð mynd af turninum
Tölvugerð mynd af turninum Mynd/Urukia.com

Sádí-Arabar undirbúa nú byggingu nýs turns sem mun verða hæsta bygging heims. Á turninn að vera 1 km að hæð og mun hann standa í borginni Jeddah á strönd Rauðahafsins. Hæsta bygging heims í dag er Burj Khalifa-turninn í Dúbaí sem er 829 m hár. 

Áætlað er að turninn muni kosta 1,23 milljarða Bandaríkjadali og mun þurfa 5,7 milljarða rúmmetra af steinsteypu og 80 þúsund tonn af stáli. Bygging turnsins mun hefjast í næstu viku. 

Hér er listi yfir hæstu byggingar heims.  

Mynd/Urukia.com
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert