Risavaxinn ísjaki brotnaði frá Suðurskautslandinu

Geim­ferðastofn­un Banda­ríkj­anna, NASA, fylg­ist nú með risa­vöxn­um ís­jaka á stærð við Chicago, eft­ir að hann brotnaði frá Suður­skautsland­inu og stefn­ir á haf út.

Jak­inn er kallaður B31 og er einn sá stærsti á jörðinni í dg eða um 660 fer­kíló­metr­ar að stærð.

NASA hef­ur fylgst með jökli á Furu­eyju (e. Pine Is­land) frá því að sprunga tók að mynd­ast í hon­um árið 2011. Ótt­ast var að ef jaki brotnaði frá jökl­in­um myndi það hækka yf­ir­borð sjáv­ar.

B31 er um 500 metr­ar að þykkt. Í frétt Sky-sjón­varps­stöðvar­inn­ar seg­ir að hann sé enn ekki á nein­um al­geng­um sigl­inga­leiðum. En nú þegar vet­ur nálg­ast á svæðinu ótt­ast NASA að erfitt verði að fylgj­ast með jak­an­um.

„Ísjak­inn er nú kom­inn út úr Furu­eyjuflóa og mun brátt fara í al­menn­an straum í suður­höf­um,“ seg­ir Grant Bigg, í há­skól­an­um í Sheffield, í til­kynn­ingu sem NASA sendi út í gær vegna máls­ins.

Nú er verið að rann­saka haf­strauma í grennd við jak­ann til að reyna að sjá fyr­ir ferðir hans. Bigg seg­ir að stund­um séu nán­ast eng­ir straum­ar í haf­inu þar sem jak­inn er en stund­um séu þeir mikl­ir. Það hafi komið vís­inda­mönn­um á óvart.

Jaki af þess­ari stærð er lengi að bráðna. Sky hef­ur eft­ir Robert Marsh vís­inda­manni við há­skól­ann í  Sout­hampt­on, að það gæti tekið meira en ár. 

Stærsti ís­jaki sem vitað er um var kallauðr B15 og var 11 þúsund fer­kíló­metr­ar á stærð eða svipaður að flat­ar­máli og Jamaíka. Hann brotnaði frá Suður­skautsland­inu í mars árið 2000. Hann brotnaði smám sam­an í litla jaka sem enn eru sum­ir hverj­ir á floti um hafið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka