Hvað sjá sjálfkeyrandi bílar?

Sjálfkeyrandi bíll Google
Sjálfkeyrandi bíll Google

Til að geta varast hættur, byggingar og aðra vegfarendur, hvort sem þeir eru akandi, gangandi eða á hjóli, þurfa sjálfkeyrandi bílar að skynja ótal atriði í umhverfi sínu. Þeir þurfa líka að taka með í reikninginn hvort mögulegt sé að aðrir vegfarendur breyti um stefnu, til dæmis í veg fyrir bílinn.

Það er heilmikið verk að „kenna“ bílum að bera kennsl á allt sem þeir þurfa að þekkja, og í þessu myndbandi frá Google fáum við innsýn í þá vinnu.

Til að mynda kann Google-bíllinn nú að þekkja hjólreiðafólk, og handamerki sem það gefur ef það vill breyta um stefnu, auk þess að geta brugðist við kyrrstæðum bílum, vinnusvæðamerkingum og fleiru. 

Google tilkynnti samstarf við tölvufyrirtækið IBM og dekkjaframleiðandann Continental í fyrra, og er ætlunin að vinna að því að koma sjálfkeyrandi bíl á götuna. Enginn þessara aðila er reyndar í bílaframleiðslu, svo ef til vill er þörf á fjórða aðilanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert