Gestir streyma á Fanfest

Fjölmargir sóttu hátíðina í fyrra.
Fjölmargir sóttu hátíðina í fyrra. Ljósmynd/CCP

EVE Fanfest hátíð og ráðstefna CCP hefst í Hörpu í dag og stendur til og með 3. maí nk. Gestir hátíðarinnar eru farnir að streyma til landsins en alls er búist við um 1.500 erlendum gestum á hátíðina að þessu sinni, þar af rúmlega 90 blaðamönnum, sem hafa aldrei verið fleiri. Alls er búist við að um 3.000 manns sæki hátíðina um helgina. EVE Fanfest fagnar tíu ára afmæli sínu í ár og er dagskráin einkar vegleg að því tilefni.

Sumir hafa aldrei hist í „raunheimum“

Spilarar tölvuleiksins EVE Online eru meginhluti hátíðargesta EVE Fanfest, en áskrifendur leiksins í dag eru rúmlega 500.000.  Þeir spilarar sem ekki komast til Íslands geta fylgst með dagskrá hátíðarinnar í gegnum beina útsendingu EVE TV og Twitchtv.comfrá Hörpu gegnum netið, en yfir 280.000 manns um heim horfðu á útsendinguna í fyrra.

„EVE Fanfest þjónar margvíslegum tilgangi fyrir CCP og samfélag EVE Online spilara. Á hátíðinni koma spilarar leiksins allstaðar að úr heiminum, sem sumir hverjir hafa aldrei hist í raunheimum, saman í Reykjavík, fagna og ráða ráðum sínum. Svarnir óvinir í leiknum fallast í faðma í Hörpu og á börum borgarinnar og hið lýðræðislega kjörna CSM ráð spilara leiksins fundar á meðan á hátíðinni stendur,“ segir í tilkynningu.

Stærsta pöbbarölt Íslandssögunnar

Dagskrá hátíðarinnar stendur saman af yfir 95 dagskrárliðum. Má þar nefna fyrirlestra og pallborðsumræður um; gjaldmiðilsmál, vísindi og tækniþróun, landafræði, svarthol og hættuleg sólkerfi í EVE heiminum, sagnfræði og goðsagnir EVE heimsins, teiknimyndasögur úr EVE heiminum, list og grafík í EVE Online, DUST 514 og EVE: Valkyrie, hljóð, tónlist og tilfinningar í EVE Online, leikjahönnun hjá CCP, þrívíddar-sýndarveruleika (Virtual Reality) og framtíðarmöguleika hans.

Sérstök kynning verður á EVE Valkyrie, nýjum leik sem CCP er með í þróun og mun koma út fyrir þrívíddarbúnað Oculus Rift á PC og Morpheus fyrir PlayStation 4 leikjavélar SONY. 

Stærsta pöbbarölt Íslandssögunnar fer fram á fimmtudagskvöldið 1. maí þar sem rúmlega 500 manns fara frá Hörpu og fylkja liði í 20 hópum um alla miðborg Reykjavíkur. 

Dagskrá EVE Fanfest í heild sinni má nálgast hér: http://web.ccpgamescdn.com/fanfest/2014/FF2014_Brochure_WEB.pdf

Sumir spilaranna hafa aldrei hist fyrir utan leikinn sjálfan.
Sumir spilaranna hafa aldrei hist fyrir utan leikinn sjálfan. Ljósmynd/CCP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert