Athugasemdir siðfræðinga við rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar lýsa hroka og skringilegri forræðishyggju. Þetta segir Kári Stefánsson, sem svarar athugasemdunum lið fyrir lið í yfirlýsingu.
Fyrr í kvöld sendi Íslensk erfðagreining frá sér aðra yfirlýsingu þar sem kom fram að sótt hafi verið um leyfi til vísindasiðanefndar vegna rannsóknarinnar, og það fengið. Sömuleiðis hafi samráð verið haft við Persónuvernd og þeim tilkynnt um rannsóknina.
Hópur siðfræðinga sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu málsmeðferðina í tengslum við söfnun á lífsýnum bæði einkennilega og gagnrýniverða.
Kári svarar hverri athugasem siðfræðinganna fyrir sig í alls 8 liðum í meðfylgjandi fréttatilkynningu.