Moskítóflugur hreiðra um sig í Bretlandi

Moskítóflugur.
Moskítóflugur. AFP

Breyt­ing­ar á borg­ar­um­hverfi í Bretlandi hafa orðið til þess að moskítóflug­ur eiga þar orðið auðveld­ara upp­drátt­ar. Þeirra á meðal eru teg­und­ir sem eru þekkt­ar fyr­ir að dreifa Vest­ur-Níl­ar-vírusn­um og malaríu.

Þetta er niðurstaða rann­sókn­ar sem sagt er frá á vef breska rík­is­út­varps­ins.

Meðal þess sem skap­ar kjör­skil­yrði fyr­ir moskítóflug­ur er hærra hita­stig og fleiri opn­ir vatns­geym­ar í görðum fólks. Þetta tvennt er meðal þess sem dreg­ur moskítóflug­urn­ar nær mann­fólk­inu. 

Moskítóflug­ur í Bretlandi eru ekki sýkt­ar en sér­fræðiteymið sem vann rann­sókn­ina seg­ir að þær auki þó ávallt hættu á út­breiðslu smit­sjúk­dóma.

Frétt BBC um rann­sókn­ina. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka