Moskítóflugur hreiðra um sig í Bretlandi

Moskítóflugur.
Moskítóflugur. AFP

Breytingar á borgarumhverfi í Bretlandi hafa orðið til þess að moskítóflugur eiga þar orðið auðveldara uppdráttar. Þeirra á meðal eru tegundir sem eru þekktar fyrir að dreifa Vestur-Nílar-vírusnum og malaríu.

Þetta er niðurstaða rannsóknar sem sagt er frá á vef breska ríkisútvarpsins.

Meðal þess sem skapar kjörskilyrði fyrir moskítóflugur er hærra hitastig og fleiri opnir vatnsgeymar í görðum fólks. Þetta tvennt er meðal þess sem dregur moskítóflugurnar nær mannfólkinu. 

Moskítóflugur í Bretlandi eru ekki sýktar en sérfræðiteymið sem vann rannsóknina segir að þær auki þó ávallt hættu á útbreiðslu smitsjúkdóma.

Frétt BBC um rannsóknina. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert