Tengsl milli smjörlíkisneyslu og skilnaða?

mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Á vefsíðu sem nemandi við Harvard-háskóla hefur sett upp er okkur kennt að taka tölfræði með fyrirvara. Og að hafa gaman að í leiðinni.

„Tengsl milli smjörlíkisneyslu og skilnaða“. Hvað hugsar fólk þegar það sér slíka fyrirsögn?

Á vefsíðunni kemur m.a. fram að sé neysla smjörlíkis og tíðni skilnaða skoðuð sést að fylgni er þar á milli undanfarin tíu ár. En eru tengslin raunveruleg - skiptir smjörlíkisneysla einhverju máli þegar kemur að skilnuðum?

„Ef það er mikið smjörlíki á heimilinu er hugsanlegt að það sé orsök skilnaða,“ segir Tyler Vigen, stofnandi síðunnar, Spurious Correlations í gríni en ítarlega er fjallað um málið á vef BBC.

Vigen segist oft sjá fyrirsagnir í fjölmiðlum um tengsl milli tveggja ákveðinna þátta. „Oft geta verið raunveruleg tengsl en það er mjög mikilvægt fyrir okkur að vera gagnrýnin á hvort það sé tilviljun.“

Ein megin regla tölfræðinnar er að þó að fylgni sé mili ákveðinna hluta sé ekki víst að þeir hafi áhrif hvor á annan. Þó að eitthvað tvennt þróist með ákveðnum hætti á einhverjum tímabili, svo sem smjörlíkisneysla og skilnaðir, er langt í frá fullvíst að tengsl séu á milli. 

Til dæmis sveiflast tíðni drukknunar í sundlaugum á sama hátt og fjöldi kvikmynda sem Nicolas Cage kemur fram í. Ólíklegt er að þetta tvennt tengist í raun.

Á síðu Vigen getur fólk sjálft skoðað fylgni milli ýmissa þátta - gerst vísindamenn um stund.

Prófaðu hér. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert