Samkvæmt nýrri rannsókn geta rottuð fundið fyrir eftirsjá, tilfinningu sem áður var talið að mannfólkið eitt gæti upplifað.
Frá þessu greinir Sci-News.
Eftirsjá er viðurkenning á því að þú hafir gert mistök og að ef þú hefðir gert eitthvað annað í staðinn hefðir þú verið betur settur. Þetta segir prófessorinn David Redish frá háskólanum í Minnesota sem stjórnaði rannsókninni.
Hann sagði erfiða hlutann í rannsókninni hafa verið að aðskilja eftirsjá frá vonbrigðum sem þú finnur fyrir þegar hlutirnir eru ekki eins góðir og þú uphaflega hafðir vonað. Lykillinn að aðgreiningunni lá í að leyfa rottunum að velja hvað þær gerðu.
Mælt var hversu lengi rotturnar væru tilbúnar til að bíða eftir ákveðnum mat. Rottunum var boðið upp á nokkrar tegundir en höfðu þó einungis takmarkaðan tíma við hverja tegund.
Rannsóknin sýndi að sumar rottur voru tilbúnar til að bíða lengur eftir ákveðnum brögðum sem benti til þess að þær hefðu einstaklingsbundinn smekk. Eftir að rannsóknarteymið áttaði sig á því hvað hver og ein rotta vildi fá gátu þeir sett upp betri og verri matarkosti fyrir þær til þess að velja úr.
Stundum slepptu rotturnar þeim kost sem taldist betri og sátu því uppi með verri kostinn.
Þegar manneskjur finna fyrir eftirsjá verður hluti fremri heilabarkarins virkur. Þegar rotturnar sátu uppi með verri matinn og þær töldu sig hafa misst af góðu tækifæri varð sami hluti heilans virkur.
Redish segir þetta benda til þess að rottan hafði séð eftir ákvörðun sinni.
Hann segir að rannsóknin muni vera vísindamönnum kleift að spyrja frekari spurninga og öðlast betri skilning á mannlegri hegðun. Með því að byggja á þessari fyrirmynd gætu vísindamenn skilið hvaða áhrif eftirsjá hefur á eftirfarandi ákvarðanir manna.