Voru víkingar hræddir við eldgos?

Eldgos
Eldgos mbl.is/Rax

Ný dönsk rannsókn bendir til þess að að íslensku víkingarnir hafi ekki verið jafn afslappaðir gagnvart eldgosum og hingað til hefur verið haldið fram. Þetta er meðal þess sem kemur fram í doktorsrannsókn Mathias Nordvig, við norrænu deildina við Háskólann í Árósum. Fjallað er um rannsókn hans á vefnum Science Nordic.

Þar er reynt að lýsa líðan víkinga sem hafi nýverið numið land á nýrri eyju og vonast til þess að eiga þar gott líf. Dag einn, þegar þú ert úti við, byrjar jörðin að skjálfa og háværar drunur að heyrast. Skyndilega springur næsti fjallstoppur og inngangur helvítis blasir við, glóandi hraunmolar renna og fjallið spúir ösku í allar áttir. Á þessum tíma voru engar náttúrulegar skýringar til á slíkum hamförum.

Í greininni er fjallað um stórt eldgos á Íslandi árið 934, nokkrum áratugum eftir að víkingar námu hér land. Þar sem þeir komu frá löndum þar sem eldfjöll þekkjast ekki höfðu þeir ekki hugmynd um hvað væri að gerast þegar eldgosið hófst. 

Það kemur Nordvig á óvart hversu lítið er fjallað um eldgos í sögum héðan, þar sem líklegt megi teljast að hver kynslóð hafi upplifað að minnsta kosti eitt eldgos á ævinni.

Í doktorsritgerð sinni reynir Nordvig að hrekja kenningar um að víkingarnir hafi haft litlar áhyggjur af eldgosum og talið þau eðlilegan hluta tilverunnar. Hann bendir á að í öllum öðrum menningarsamfélögum frá þessum tíma séu til sögur tengdar eldfjöllum í þeim löndum sem slíkar eldstöðvar er að finna. Bendir hann á sögur frá Nýja-Sjálandi, Havaí, Miðjarðarhafslöndum og Rómaveldi.

Hér er hægt að lesa nánar um doktorsverkefnið

Eldgos í Eyjafjallajökli setti flugumferð víða um heim úr skorðum.
Eldgos í Eyjafjallajökli setti flugumferð víða um heim úr skorðum. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Eldgos í Heimaey,
Eldgos í Heimaey, Ólafur K. Magnússon
Eldgos í Heimaey,
Eldgos í Heimaey, Ólafur K. Magnússon
Eldgos í Heimaey,
Eldgos í Heimaey, Ólafur K. Magnússon
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert