Stærsti geimsjónauki veraldar á fjallstoppi

Teikning listamanns af European Extremely Large Telescope (E-ELT) á Cerro …
Teikning listamanns af European Extremely Large Telescope (E-ELT) á Cerro Armazones. ESO/L. Calçada

Topp­ur þriggja kíló­metra hás fjalls í Cerro Armazo­nes í Síle verður sprengd­ur í dag til þess að skapa pláss fyr­ir heims­ins stærsta geim­sjón­auka. Þetta kem­ur fram í frétt BBC.

Sjón­auk­inn er kallaður E-ELT (Europe­an-Extremely Lar­ge Telescope), sem stend­ur ein­fald­lega fyr­ir „gríðar­stór evr­ópsk­ur sjón­auki“. Yfir millj­ón tonn af grjóti verða sprengd á fjallstoppn­um til þess að skapa slétt­an grunn­flöt und­ir sjón­auk­ann, en speg­ill í miðju hans verður á stærð við hálf­an knatt­spyrnu­völl.

Talið er að bygg­ing sjón­auk­ans muni taka tæp tíu ár og segja for­svars­menn verk­efn­is­ins að hann muni gefa mönn­um mun dýpri og betri sjón á al­heim­inn. Aðal­speg­ill sjón­auk­ans verður 39 metra breiður og verður ein helsta áskor­un vís­inda­manna að koma hon­um fyr­ir. Sjón­auk­inn mun fanga fimmtán sinn­um meira ljós en nokk­ur ann­ar sam­bæri­leg­ur sjón­auki auk þess sem hann mun skapa sex­tán skýr­ari mynd­ir en hinn þekkti Hubble geim­sjón­auki.

Aðstæður í Cerro Armazo­nes þykja henta full­kom­lega fyr­ir sjón­auk­ann, en þar er heiðskírt bróðurpart árs­ins. Aðstand­end­ur verk­efn­is­ins segja að sjón­auk­inn muni veita vís­inda­mönn­um sýn að hinum sjá­an­legu mörk­um al­heims­ins og von­ast til að hægt verði að greina hvenær „kveikt var á al­heim­in­um“.

Sjón­auk­inn er sam­starfs­verk­efni fimmtán landa og mun bygg­ing hans kosta yfir millj­arð evra.

Frétt BBC

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert