Sníða auglýsingar að áhugamálum notenda

AFP

Samfélagsmiðillinn vinsæli Facebook hyggst leyfa notendum sínum að ráða í meira mæli hvaða auglýsingar birtast á Facebook-síðum sínum. Þeim mun einnig gefast kostur á því að loka fyrir þær auglýsingar sem þeir vilja ekki sjá.

Stjórnendur félagsins tilkynntu nýlega um áformin. Þeir segja að notendurnir hafi óskað eftir því að fá að stjórna því betur hvaða auglýsingar birtust á Facebook-síðum sínum og að félagið sé að bregðast við þeim óskum.

Auglýsingarnar verða nú sniðnar fyrir hvern og einn notanda, allt eftir því hver áhugamál hans eru. „Ef þú hefur ekki áhuga á rafvörum, þá getur þú fjarlægt rafvörur af listanum yfir áhugamál þín,“ sögðu stjórnendurnir í tilkynningunni, eftir því sem fram kemur í frétt AFP.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert