Banna dróna í atvinnustarfsemi

Flygildi eru í mikillið þróun. Þau eru af ýmsum stærðum …
Flygildi eru í mikillið þróun. Þau eru af ýmsum stærðum og gerðum. FAA hefur nú bannað slíkt flug í atvinnuskyni. AFP

Bandaríska flugmálastjórnin (FAA) hefur bannað flug ómannaðra flygilda (dróna) í atvinnuskyni, en þetta getur meðal annars haft mikil áhrif á áform fyrirtækja eins og Amazon og FedEx sem hafa tilkynnt að þau hyggist nota dróna til þess að flytja vörur og skjöl. 

Lagalega hliðin með dróna hefur verið óskýr hingað til en leyfilegt er að fljúga módelflugvélum sem stjórnað er með fjarstýringum meðan hún er sýnileg flugmanninum. Með nýrri tækni er aftur á móti hægt að láta flugvélar og dróna fljúga mun lengra, enda notast flugmaðurinn við myndavélar og jafnvel gervigreind til að stjórna drónunum.

Í nýlegu skjali sem FAA sendi frá sér kemur fram að stofnunin telji að notkun dróna í atvinnuskyni falli utan þeirra reglna sem gildi um tómstundaflug og það sé því bannað nema með sérstöku leyfi FAA. Fyrirtækið BP fékk fyrr í þessum mánuði fyrsta leyfið til að fljúga yfir ameríska jörð með dróna.

Löggjöf FAA er þó umdeild í þessu máli, því fyrr á árinu voru lög um dróna sem FAA setti dæmd ólögleg þar sem stofnunin hafði ekki leyft almenningi að gera athugasemdir, sem lög kveða á um. FAA hefur áfríað þeirri niðurstöðu og krefst nú þess að notkun dróna í atvinnuskyni sé ekki leyfð nema með sérstöku leyfi.

Fyrirtæki sem þróa dróna fylgjast náið með framvindu þessara mála, enda er því spáð að drónageirinn verði margmilljarða markaður innan skamms.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert