Honda framleiðir einkaþotur

Honda einkaþotan í jómfrúarflugi sínu í Bandaríkjunum. Þotan rúmar allt …
Honda einkaþotan í jómfrúarflugi sínu í Bandaríkjunum. Þotan rúmar allt að fimm farþega. AFP

Fyrsta einkaþotan frá japanska fyrirtækinu Honda flaug jómfrúarflug sitt á föstudaginn. Flugið fór fram nærri höfuðstöðvum Honda Aircraft í Norður-Karólínufylki Bandaríkjanna.

Honda hefur hingað til helst verið þekkt fyrir framleiðslu bifreiða og vélhjóla en fyrirtækið tilkynnti árið 2006 að það hygðist herja á flugvélamarkað. Einkaþoturnar eru á markaði í Norður-Ameríku og Evrópu og kosta um 4,5 milljónir Bandaríkjadala.

Hámarkshraði þotanna verður 777 km/klst., en þær rúma fimm farþega og ná hámarksflughæð upp á 43 þúsund fet.

Áætlað er að afhending hefjist á næsta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert