Mikil Twitter-notkun slæm fyrir sambandið

Ljósmynd/Wikipedia

Mikil Twitter-notkun getur valdið átökum í hjónaböndum og öðrum ástarsamböndum, samkvæmt nýrri rannsókn.

Rannsóknin var framhald rannsóknar um sama málefni sem gerð var um áhrif Facebook á ástarsambönd fólks. Niðurstöðurnar vekja upp spurningar um hvort notkun samfélagsmiðla geti haft slæm áhrif á sambönd.

Niðurstöðurnar eru birtar í fræðiritinu Cyberpsychology, Behavior, and Social Networking. Þar segir að mikil Twitter-notkun geti haft slæm áhrif á sambönd og geti því leitt til framhjáhalds og sambandsslita.

Sá sem framkvæmdi rannsóknina heitir Russel Clayton og starfar við háskólann í Missouri. Hann segir niðurstöðurnar benda til dökkrar hliðar samfélagsmiðla.

Clayton gerði sambærilega rannsókn á notkun Facebook fyrir ári og voru niðurstöður hennar þær sömu: Mikil notkun hefur slæm áhrif á sambandið. 

581 tóku þátt í Twitter-rannsókninni. Þeir voru spurðir hversu mikið þeir notuðu miðilinn og hvort notkunin hafi haft áhrif á samskipti þeirra við maka sína.

Clayton komst að því að því meira sem fólk notar Twitter, því líklegra er að notkunin hafi vond áhrif á sambönd þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert