Grét þegar Armstrong steig fæti á tunglið

Bandaríski leikarinn Morgan Freeman rifjaði það upp fyrir helgi hvar hann var þegar geimfarið Apollo 11 lenti á tunglinu fyrir 45 árum, 20. júlí 1969. Hann sagðist hafa legið á sófanum í íbúð sinni í New York og eins og flestir Bandaríkjamenn horft á atburðinn í sjónvarpinu. Hann segist hafa grátið þegar Armstrong steig fæti á tunglið.

Í ár eru liðin 45 ár frá því að geim­farið Apollo 11 gerði það sem áður hafði verið talið ófram­kvæm­an­legt og lenti á tungl­inu. Áhöfn Apollo 11 sam­an­stóð af geim­för­un­um Neil Armstrong, Edw­in „Buzz“ Aldr­in og Michael Coll­ins.

Orð Armstrongs þegar hann steig fyrst­ur manna fæti á tunglið eru löngu orðin fleyg: „Þetta er lítið skref fyr­ir mann, en risa­stórt skref fyr­ir mann­kynið.“

Klukkan 00.30 að íslenskum tíma má sjá tunglið í beinni útsendingu

Uppfært klukkan 17.22

Áður sagði í fréttinni að Apollo 11 hefði lent á tunglinu 16. júli 1969. Það rétta er að Apollo 11 var skotið á loft þann dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert