Innan 35 ára verða 25% jarðarbúa búsettir í Afríku, að sögn barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Fæðingartíðni í heimsálfunni eykst stöðugt og konum á barneignaraldri fjölgar. Búast má við að fyrir 2050 hafi tveir milljarðar barna fæðst þar.
Gangi þetta eftir verða 40% barna í heiminum undir 5 ára aldri í Afríku árið 2050. Í Nígeríu einni, sem er fjölmennasta Afríkulandið, verða 10% allra fæðinga heims árið 2050, haldi þróunin áfram.
Í Afríku búa nú þegar 1,2 milljarðar manni en sá fjöldi mun tvöfaldast fyrir miðja öldina og um aldamótin 2100 má búast við að Afríkumenn verði 4,2 milljarðar talsins. Þetta þýðir auðvitað að byggðir munu þéttast í Afríku, en engu að síður verður enn mun meira landrými í Afríku en Asíu árið 2050, eða um 80 íbúar á hvern ferkílómetra álfunnar.
Ólíkt því sem nú er má búast við því að fyrir lok 4. áratugar þessarar aldar muni meirihluti íbúa Afríku búa í stórborgum. UNICEF varar við því að afrísk börn muni áfram há erfiða lífsbaráttu. Í álfunni verður um helmingur barnadauða heims, því 1 af hverjum 11 börnum deyr fyrir 5 ára aldur.