Snjallsímar draga úr getu

Foreldrar eru hvattir til þess að reyna að setja mörk …
Foreldrar eru hvattir til þess að reyna að setja mörk á hversu miklum tíma börn þeirra fá að eyða í snjallsímum og spjaldtölvum. AFP

Börn og ungmenni sem eyða meira en fjórum klukkustundum á dag í snjallsímum þeirra standa sig áberandi verr í prófum í skólum heldur en þau sem fá ekki að vera meira en hálftíma í símanum á dag. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem japönsk stjórnvöld létu gera og var birt í dag.

Meðal unglinga á aldrinum 14-15 ára lækkuðu einkunnir um að meðaltali 14% hjá einum af hverjum níu sem fengu að eyða fjórum tímum á dag í símum sínum. Í stærðfræði lækkuðu einkunnir enn frekar eða um 18%.

Tæplega helmingur þeirra unglinga sem tóku þátt í rannsókninni eyddu meira en klukkustund á dag í símum sínum, til að mynda við að vafra á netinu, senda tölvupósta og í tölvuleikjum. Innan við fjórðungur unglinganna átti ekki síma.

54% ellefu ára gamalla krakka áttu snjallsíma og 15% þeirra eyddu meira en klukkustund á dag í símanum.

Rannsóknin þykir benda til þess að snjallsímarnir séu að taka yfir hjá ungu fólki og skólabækurnar verði undir í samkeppninni um athygli þeirra. 

Kazuo Takeuchi, sem hefur rannsakað hegðunarmynstur barna í snjallsímum og öðrum slíkum tækjum, segir að krakkar sem eyði miklum tíma í snjallsímum og spjaldtölvum eigi á hættu að dragast aftur úr í námi og hvetur foreldra til þess að setja tímamörk á símanotkun þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert