Allir megrunarkúrar keimlíkir

Hollur og góður matur er gulls ígildi
Hollur og góður matur er gulls ígildi mbl.is/Styrmir Kári

All­ir megr­un­ar­kúr­ar, allt frá Atkins til Weig­ht Watchers, skila svipuðum ár­angri og það sem fólk á að gera sem vill fara í megr­un er ein­fald­lega að velja þann sem hent­ar þeim best.

Þetta er niðurstaða nýrr­ar rann­sókn­ar sem birt er í tíma­rit­inu Journal of the American Medical Associati­on. Rann­sókn­in bygg­ir á niður­stöðu fólks af 48 mis­mun­andi kúr­um. Það var því niðurstaða kanadíska rann­sókn­art­eym­is­ins að það sem skipti mestu væri að halda sig við mat­ar­ræðið frem­ur en að megr­un­ar­kúr­inn sjálf­ur sem slík­ur.

Færri kal­orí­ur er það sem skipt­ir máli

Á vef BBC kem­ur fram að sér­fræðing­ar í offitu segi að þetta eigi sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar því flest­ir megr­un­ar­kúr­ar miði að því að fækka þeim kal­orí­um sem inn­byrt­ar eru. 

Líkt og ít­rekað hef­ur komið fram þá hafa megr­un­ar­kúr­ar komið og farið enda tísku­bylgj­ur í þess­um geira líkt og á fleiri sviðum. Má þar nefna lág­kol­vetnafæði og fæði sem bygg­ir á því að borða litla sem enga fitu.

Vís­inda­menn við McMa­ster há­skól­ann í Ont­ario og Hospital for Sick Children Rese­arch Institu­te í Toronto fóru yfir gögn frá 7.286 ein­stak­ling­um sem voru í yf­ir­vi­gt og höfðu farið í kúra eins og: Atkins, South Beach, Zone, Big­gest Loser, Jenny Craig, Nutrisystem, Volu­metrics, Weig­ht Watchers, Orn­ish og Rosemary Conley.

Í ljós kom að á tólf mánuðum missti fólk, hvort sem það var á lág­kol­vetna eða lít­illi fitu kúr­um, að meðaltali 7,3 kg. Þeir sem voru á lág­kol­vetnafæði létt­ust hins veg­ar hraðar í byrj­un.

Aft­ur á móti er ekk­ert fjallað um önn­ur heilsu­tengd mál svo sem kó­lester­ól ofl. 

Sus­an Jebb, pró­fess­or í Oxford, seg­ir að megr­un­ar­kúr­ar séu oft miklu lík­ari held­ur en fólk geri sér grein fyr­ir. Það sem þeir eigi meðal ann­ars sam­eig­in­legt er að fólk inn­byrði ekki meira en 1.500 kal­orí­ur á dag, haldi sig við að borða á mat­máls­tím­um og forðist óholl­ustu eins og kex, kök­ur og sæl­gæti.

Það sem skipti mestu sé hversu lengi þú held­ur út að inn­byrða svo fáar hita­ein­ing­ar á dag án þess að gef­ast upp. Því skipti mestu að finna mataræði sem hent­ar þér best ekki endi­lega hvaða kúr það er.

Hér er hægt að lesa frétt­ina á BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka