Fyrirtækið SanDisk hefur fljótlega sölu á minniskort sem rúmar meira en önnur kort sem framleidd hafa verið. Kortið mun rúma um 512 gígabæti.
Kortið er á stærð við frímerki og mun það kosta rúmlega 95 þúsund krónur. Kortin sem framleidd hafa verið síðustu ár rúma sífellt meira en sérfræðingar telja að um síðir muni kortin rúma um 2 terabæti af efni.
Hægt er að taka upp myndskeið á margar þeirra stafrænu myndvéla sem seldar eru í dag. Allt tekur þetta sitt pláss á minniskortinu og því kemur þetta stóra kort eflaust einhverjum að gangi.