Nemó ekki sá eini sem synti langt

Fiskarnir synda allt að 400 kílómetra í leit að heimili.
Fiskarnir synda allt að 400 kílómetra í leit að heimili. Wikipedia

Í kvikmyndinni Finding Nemo leggur gullfiskur upp í langt ferðalag til að leita að Nemó, syni sínum, sem er veiddur í net þegar hann er að kanna heiminn. Svo virðist sem ferðalagið, vegalengdin sem hann synti, sé ekki óvenjuleg fyrir fiska af þessari tegund. 

Feðgarnir eru trúðfiskar (e. clownfish) en tegundin leggur í langa ferð eftir að hún kemur í heiminn. Á fyrstu dögum lífsins syndir tegundin allt að 400 kílómetra í leit að heimili. Þetta kemur fram í rannsókn PLOS ONE sem birt var í dag.

Fiskarnir treysta á strauma hafsins til að koma þeim á milli staða. Flestir fiskanna ferðuðust frá norðri til suðurs. Kafarar söfnuðu um 400 sýnum úr trúðfiskum vegna rannsóknarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert